Flóttamenn sem þegar hafa fengið dvalarleyfi í Grikklandi sækja í auknum mæli til Íslands eftir hæli. Slíkum tilfellum hefur fjölgað frá mánuði til mánaðar að undanförnu. Tölur frá Útlendingastofnun sýna að í upphafi ársins 2019 voru um það bil 70 mál einstaklinga, sem þegar höfðu fengið vernd í öðru ríki, í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Það er nálægt heildarfjölda þeirra mála sem afgreidd voru allt árið í fyrra. Fjölgunina má einnig sjá í því að 25 mál af þessu tagi, svokölluð verndarmál, voru 25 á fyrri helmingi ársins 2018 og 45 á síðari helmingi ársins.
Á meðal þeirra sem eru í þessari stöðu eru þeir Ruhollah og Jamshid frá Afganistan og Mojtaba og Milad frá Íran. Allir fjórir hafa þeir fengið synjun um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli þess að þeir hafi nú þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þeim ber hins vegar saman um að sá stimpill sé verri en enginn. …
Athugasemdir