Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

Frjáls­lynd­ir há­skóla­nem­ar hafa áhyggj­ur af „póli­tískri inn­ræt­ingu“ og „rétt­hugs­un“ í skóla­kerf­inu og segja að kvart­að hafi ver­ið und­an heim­speki­kenn­ara sem sýndi nem­end­um Jor­d­an Peter­son-mynd­band. Til að eign­ast íbúð þurfi að hagræða og taka ábyrgð í stað þess að „drekka latte og borða avóka­dóbrauð á hverj­um degi“.

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
Hittust á Kringlukránni Samtök frjálslyndra háskólanema voru stofnuð á Kringlukránni síðustu helgi.

„Ég held satt að segja að það hafi alltaf verið erfitt að eignast íbúð. Fólk þarf bara þá að afþakka ákveðin fríðindi í staðinn, fara í færri utanlandsferðir, ekki vera kannski að drekka latte og borða avókadóbrauð á hverjum degi. Fólk þarf aðeins að hugsa og hagræða hjá sjálfu sér.“

Þetta sagði Davíð Snær Jónsson, einn af stofnendum Samtaka frjálslyndra háskólanema, í viðtali á Útvarpi Sögu í gær. Þau Magdalena Anna Torfadóttir voru gestir í þætti Guðmundar Franklíns Jónssónar (sem oft er kallaður Gúndi) og ræddu við hann um heima og geima, meðal annars um hina köldu krumlu ríkisvaldsins, báknið sem blæs út án afláts, hættur sósíalismans og kosti einkaframtaksins. 

Vísunin til avókadó í umræðu um húsnæðisvanda ungs fólks minnir óneitanlega á ummæli sem Tim Gurner, ástralskur fasteignamógúll, lét falla árið 2017. “Millionaire tells millennials: if you want a house, stop buying avocado toast” var fyrirsögnin í frétt Guardian um skilaboð milljarðamæringsins.

Samtök frjálslyndra háskólanema vilja vekja ungt fólk til meðvitundar um að einstaklingar séu ábyrgir fyrir velferð sinni fremur en ríkisvaldið.

„Mér finnst mikilvægt að koma einhverju fjármálalæsi inn í sérstaklega framhaldsskólana þar sem fólk átti sig á og læri að nota peningana rétt og á réttan hátt, leggja fyrir, safna peningum,“ sagði Davíð Snær í viðtalinu við Gúnda. 

„Ríkisvaldið á ekki að sjá fyrir öllum og ríkisvaldið, það ber enga ábyrgð. Við sjáum til dæmis í nýlegu braggamáli í Reykjavík og fleiri málum, framúrkeyrslu af hendi hins opinbera. Það er hægt að setja þessi verkefni í hendur einkaaðila með miklu meira móti.

„Þetta er svona þetta viðhorf sem við erum að koma út til almennings, skilja að hið opinbera á ekki að vera stóra mamma endalaust“

Ef ég sem fyrirtækjarekandi fer fram úr kostnaðaráætlun í einhverju verkefni, þá þarf ég bara að bera ábyrgð á því, reka starfsmann eða taka fjárhagslega ábyrgð sjálfur. Opinbera gerir ekki svona hluti. Þetta er svona þetta viðhorf sem við erum að koma út til almennings, skilja að hið opinbera á ekki að vera stóra mamma endalaust.“

Kennarar oft „mjög hlutdrægir“

Í viðtalinu var vikið sérstaklega að hættunni á því að vinstrisinnaðir kennarar innræti ungu fólki pólitískan rétttrúnað.

„Það hafa margir nemendur sagt að kennarar séu mjög hlutdrægir og séu að koma sínum skoðunum fram í ýmsum málefnum þegar það er verið að ræða ýmislegt. Ég hef ekki tekið eftir því, ég var sjálfur í Tækniskólanum, fór ekki í marga félagsfræðiáfanga, var meira svona í iðn- og verkgreinum,“ sagði Davíð Snær. Athygli vakti þegar hann var rekinn sem formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema síðasta í sumar í kjölfar gagnrýninna skrifa um kynjafræði sem ekki voru talin samræmast stefnu samtakanna. „Ef að kynja­fræði verður gerð að skyldu­fagi í fram­halds­skólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldu­fagi líka, svo eitt­hvað dæmi sé nefnt. Því kynja­fræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hug­mynda­fræði,“ skrifaði hann. 

„Aftur á móti þá er vissulega staðreynd að pólitísk innræting á alveg sér stað í skólakerfinu“

Magdalena sagði að pólitísk innræting ætti sér vissulega stað í íslenska skólakerfinu „Hinn almenni háskólanemi er ekki róttækur vinstrimaður. En aftur á móti þá er vissulega staðreynd að pólitísk innræting á alveg sér stað í skólakerfinu og þá kannski sérstaklega í grunnskólum svona í tímum eins og samfélagsfræði, það er mjög áberandi, ég held að þetta sé óalgengara í menntaskólum og háskólum. Ekki hef ég að minnsta kosti orðið vör við það.“

Kvartað undan heimspekikennara sem sýndi
nemendum myndband með Jordan Peterson

Jordan Petersoner sálfræðingur, metsöluhöfundur og Youtube-stjarna. Hann lætur oft femínista, vinstrimenn og baráttumenn fyrir réttindum transfólks heyra það og berst gegn því sem hann kallar pólitískan rétttrúnað og póstmódernískan nýmarxisma sem hann telur að ógni vestrænni menningu.

Davíð Snær sagði þó að heimspekikennari nokkur hefði mátt sæta kvörtunum fyrir að sýna nemendum myndband þar sem sálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Jordan Peterson kom við sögu.

„Já, en til að bæta hérna inn í þá á sér ákveðin rétthugsun sér stað bæði í framhaldsskólum og háskólum. Einn heimspekikennari sem ég hef verið að stunda tíma hjá hann sagði að einu sinni var hann að sýna myndbönd upp á skjá, debat milli tveggja sálfræðinga. Annar var Jordan Peterson og ég veit ekki hver hinn var. Og hann fékk miklar kvartanir eftir þennan tíma og einhverjum nemendum fannst þarna mjög illa að sér vegið að vera að sýna slíka hræsni í kennslunni. 

„Hann fékk miklar kvartanir eftir þennan
tíma og einhverjum nemendum fannst
þarna mjög illa að sér vegið að vera að
sýna slíka hræsni í kennslunni“

Og þarna komum við svolítið inn á þetta með þessa gagnrýnu hugsun. Við þurfum alltaf að skoða öll málefni frá öllum sjónarmiðum til að geta komist að einhverri niðurstöðu. Ef það á einhvern veginn að fara að búa til eitthvað svona safe space til dæmis og aðrar slíkar hugmyndir þar sem fólk má ekki sjá neitt lengur. Pælið í því ef við myndum bara hætta að sýna kannski, ef það er að sýna einhver dæmi úr stríðsmyndum í framhaldsskólum, að hérna, fólk sem hefur verið í stríði kannski skilurðu, við þurfum einhvern veginn að sýna allan sannleikann og komast að hinu sanna og rétta.“

Hinn almenni Íslendingur duglegur
og vilji ekki borga háa skatta

Guðmundur Franklín lýsti áhyggjum af að sósíalisminn væri aftur farinn að láta á sér kræla. Þau Magdalena sammæltust um að „grænir skattar“ væru alla jafna bara tilraun til að sveipa gamaldags skattlagningu einhvers konar dýrðarljóma.

Donald Trumplýsti því yfir á dögunum að Bandaríkin yrðu aldrei nokkurn tímann sósíalískt ríki. Margir af samherjum hans eru uggandi yfir vinsældum sósíalista á borð við þingkonuna Alexandriu Ocasio-Cortez.

Aðspurð hvort hún teldi Íslendinga vinstrisinnaða frekar en hægrisinnaða sagði Magdalena: „Ég held ekki sko. Ég held þetta sé svona hávær minnihluti sem er á kommentakerfunum í einhverju ofstæki. Hinn almenni Íslendingur er bara duglegur, vill vinna sína vinnu. Hann er ekkert endilega últrafrjálshyggjumaður heldur, en hann vill ekki himinháa skatta eða eitthvað svoleiðis, vill ekki mikil ríkisafskipti eða eitthvað svoleiðis.“

Guðmundur Franklín benti á að Donald Trump nyti talsverðra vinsælda í Bandaríkjunum og spurði Magdalena og Davíð hvort þau væru ekki ánægð með yfirlýsingu hans um að Bandaríkin yrðu aldrei sósíalískt ríki. 

„Hann er staðfastur og það er kannski það sem mér líkar í fari hans, hann stendur við sitt“

„Það er hættulegt að taka undir með Donald Trump,“ svaraði Davíð. „Hann er bara að gera sína hluti. Hann er staðfastur og það er kannski það sem mér líkar í fari hans, hann stendur við sitt, svona þannig séð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
4
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
2
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár