„Ég miða tímatalið þegar kemur að mat við fyrir Ítalíu og eftir Ítalíu. Þá gerðist eitthvað,“ segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir dagskrárgerðarkona um það sem hefur haft mest áhrif á líf hennar og matargerð.
Sigurlaug flutti til Flórens á Ítalíu árið 1991 ásamt manni sínum og tveggja ára syni. „Ég var „bara“ heimavinnandi húsmóðir, sem var auðvitað alveg stórkostlegt, og ég var alltaf að fylgjast með kellingunum sem bjuggu þarna í kring. Ég velti mikið fyrir mér hvað þær væru að gera því þær voru einhvern veginn alltaf að labba mjög röskum skrefum í sömu átt. Þetta var alltaf fyrir hádegi, þegar þær voru búnar að þrífa gluggana og dusta teppin, á meðan ég sat og geispaði. Það endaði svo með að ég elti þær og þá voru þær auðvitað bara að fara á markaðinn, að kaupa ferskmetið. Þá vaknaði ég, ítalska hjartað tók yfir hjá mér og ég hef ekki …
Athugasemdir