Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

Sig­ur­laug Mar­grét Jón­as­dótt­ir dag­skrár­gerð­ar­kona seg­ir að mat­ar­gerð sé ástríða fyr­ir sér. Hún varð fyr­ir vakn­ingu þeg­ar hún bjó á Ítal­íu en finnst líka dá­sam­legt að steikja bara fisk.

„Ég miða tímatalið þegar kemur að mat við fyrir Ítalíu og eftir Ítalíu. Þá gerðist eitthvað,“ segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir dagskrárgerðarkona um það sem hefur haft mest áhrif á líf hennar og matargerð. 

Sigurlaug flutti til Flórens á Ítalíu árið 1991 ásamt manni sínum og tveggja ára syni. „Ég var „bara“ heimavinnandi húsmóðir, sem var auðvitað alveg stórkostlegt, og ég var alltaf að fylgjast með kellingunum sem bjuggu þarna í kring. Ég velti mikið fyrir mér hvað þær væru að gera því þær voru einhvern veginn alltaf að labba mjög röskum skrefum í sömu átt. Þetta var alltaf fyrir hádegi, þegar þær voru búnar að þrífa gluggana og dusta teppin, á meðan ég sat og geispaði. Það endaði svo með að ég elti þær og þá voru þær auðvitað bara að fara á markaðinn, að kaupa ferskmetið. Þá vaknaði ég, ítalska hjartað tók yfir hjá mér og ég hef ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Líf mitt í fimm réttum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár