Þrátt fyrir að vera afar smáar geta moskítóflugur borið með sér fjöldann allan af sjúkdómum sem geta sýkt mannfólk. Þessir sjúkdómar valda hátt í milljón dauðsföllum á ári og er því ekki að undra að leitað sé lausna til að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra. Nú hefur hópi vísindamanna tekist að útbúa eins konar getnaðarvörn fyrir moskítóflugur sem gæti hjálpað í baráttunni við skæða sjúkdóma á borð við malaríu og Zika veiruna.
Lífshættulegir sjúkdómar berast með kvenkyns flugum
Við sem búum á Íslandi erum blessunarlega laus við bæði moskítóflugur og þá sjúkdóma sem þær geta borið með sér. Víðs vegar um heiminn, sér í lagi í hitabeltinu, er staðan þó önnur og geta þessar smáu flugur borið með sér ýmsa sjúkdóma sem margir hverjir eru lífshættulegir þeim sem sýkjast.
Sjúkdómarnir berast manna á milli þegar kvenkyns moskítóflugur sjúga blóð úr sýktum einstaklingi og bera sýkt blóð yfir í …
Athugasemdir