Mikill óstöðugleiki ríkir víða um heim og sömuleiðis óvissa um framtíðina. Skipulag heimsmálanna er að taka breytingum og núverandi valdajafnvægi kann brátt að heyra sögunni til. Við lítum á nokkur svæði þar sem hætt er við að sjóði upp úr.
Stefna bandaríska heimsveldisins með Trump í brúnni
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei lagt mikla áherslu á alþjóðamál. Þess heldur hefur hann talað fyrir því að minnka umsvif Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu, rifta alþjóðlegum samningum og draga stórlega úr fjárútlátum til fjölþjóðlegra samtaka og erlendra ríkja. Þetta hljómar auðvitað vel í eyrum til dæmis Rússa og Kínverja sem hafa hag af minnkandi samstöðu vestrænna ríkja.
Trump er auðvitað óútreiknanlegur og hefur dregið í og úr varðandi skuldbindingar Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Það sem er auðveldara að spá um er staðan heima fyrir þar …
Athugasemdir