Í Hvíta húsinu situr svonefndur „leiðtogi hins frjálsa heims“, eins og handhafi embættisins er gjarnan nefndur vestanhafs. Donald Trump, núverandi forseti, er um margt einstakur í stjórnmálasögunni og sker sig úr á marga vegu.
Eitt það ótrúlegasta við kjör Trumps er hvernig hann komst upp með að tala um (og koma fram við) 50 prósent kjósenda: Konur. Það hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir Repúblikana að útiloka minnihlutahópa, sem eðli málsins samkvæmt hafa færri atkvæði en meirihlutinn. Konur eru hins vegar ekki minnihlutahópur og kjör Trumps kann að endurspegla djúpa togstreitu í samfélagi sem er að gera upp fortíðina og takast á við breytt siðferðisviðmið sem fylgja víðtækum samfélagsbreytingum síðustu áratuga.
Tímabært uppgjör eða nornaveiðar?
Félagsfræðingar munu sennilega lengi ræða #metoo byltinguna og óhætt er að fullyrða að margir munu setja hana í samhengi við forsetatíð Trumps. Frásagnir af kynferðisbrotum og óviðeigandi framkomu fjölda valdamikilla karlmanna í garð kvenna skipta …
Athugasemdir