Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Okkur líður eins og að ef við snertum gull verði það að grjóti“

Kúr­dísk hjón sem flúðu frá Ír­ak með barn­ung­an son sinn eiga nú á hættu að verða send úr landi. Á heima­slóð­um þeirra ráða stríðs­herr­ar sem hafa hót­að að brenna fjöl­skyldu­föð­ur­inn lif­andi.

Hjónin Mardin og Didar dvelja nú, ásamt Darin syni sínum og ófæddu barni, í húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði og krossa fingur í von um að lögfræðingi þeirra takist að koma í veg fyrir að þau verði send úr landi. Ef þau verða send úr landi yrði það til Frakklands, á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, en þangað flúðu þau frá Írak. Yrðu þau flutt til Frakklands hafa þau ástæðu til að óttast að þaðan yrðu þau send áfram til Íraks og þar segja þau að líf þeirra sé í hættu. Þau Didar og Mardin eru Kúrdar, með takmörkuð réttindi í Írak sökum uppruna síns. Þau flýðu þegar vopnaðar sveitir sjíta-múslima hótuðu Mardin því að hann yrði brenndur lifandi léti hann ekki undan þrýstingi um að koma mönnum sem voru þeim þóknanlegir í störf hjá hjálparsamtökum á svæðinu. Verði þau send til Íraks telja þau ljóst að alvara yrði gerð úr þeirri hótun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár