Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

50 tillögur til að fækka sjálfsvígum

Stjórn­völd kynntu ný­lega að­gerðaráætl­un sem á að leiða til um­bóta í geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. 25 millj­ón­ir króna eru eyrna­merkt­ar í áætl­un­ina.

Ríflega tvöfalt fleiri falla fyrir eigin hendi á Íslandi en láta lífið í umferðinni og sjálfsvíg eru langalgengasta dánarorsök ungra karlmanna. Þrátt fyrir það hefur lengi staðið á fjárveitingum til forvarnaverkefna og geðheilbrigðismála almennt.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega að hún hefði samþykkt allar 50 tillögur starfshóps sem vann aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Sem komið er hefur ráðherra aðeins eyrnamerkt þessu verkefni 25 milljónir króna, eða 500 þúsund á hverja tillögu. Kostnaður við að innleiða allar þessar metnaðarfullu tilraunir myndi þó frekar hlaupa á milljörðum og ekki er ljóst hvenær eða hvernig tillögurnar verða fjármagnaðar.

Sjö skipuðu hópinn: Tveir verkefnastjórar Landlæknisembættisins, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, yfirlæknir BUGL, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítala og félagsþjónustufulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Tillögur þeirra, alls 50 talsins eins og áður segir, eiga að stuðla að fækkun sjálfsvíga í mjög víðum skilningi. Þær taka á öllu frá rótum vandans …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár