Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

Ey­steinn Harry Sig­ur­steins­son sótti sér tann­lækna­þjón­ustu í Póllandi en komst að því að margt get­ur far­ið úr­skeið­is í ferl­inu.

Þó að oft sé ódýrara fyrir Íslendinga að sækja sér læknisþjónustu erlendis getur ferlið verið kvíðavaldandi og samskiptaörðugleikar flækt málin verulega. Eysteinn Harry Sigursteinsson komst að þessu að eigin raun, en hann fór tvær ferðir til Póllands í fyrra til að fá svokallaðan tannplant fyrir lægri upphæð en sambærileg aðgerð kostar á Íslandi.

Tannplant (e. implant) er skrúfa gerð úr títanmálmi, sem sett er í bein og þjónar sem rót fyrir nýja tönn. „Þetta var algjört flopp hvað varðar samskipti,“ segir Eysteinn um reynslu sína af tannlæknastofunni sem hann leitaði fyrst til. „Það hefði átt að hringja einhverjum bjöllum að læknirinn talaði ekki góða ensku. En þetta var mjög streituvaldandi.“ 

Birgitta Sigursteinsdóttir, leikstjóri og systir Eysteins, gerði ferð bróður síns að viðfangsefni í heimildarmynd sinni „Pólska tönnin“ sem nú er aðgengileg á YouTube. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu málefni og margir um þessar mundir í hugleiðingum um hvort borgi sig að fara til útlanda í þessum erindargjörðum,“ segir Birgitta. „Umræðan hefur líka verið svolítið einhliða lofræða um hvað þetta er sniðugt en eins og kemur fram í myndinni getur maður lent í svikum og mikilvægt að fólk taki það inn í dæmið.“

 

Læknirinn reyndist í Egyptalandi

Eysteinn starfar sem vélvirkjameistari í álverinu í Straumsvík. Í fríi í Póllandi með fjölskyldunni ákvað hann að leita sér tannlæknaþjónustu hjá klíník sem var í samstarfi við hótelið þeirra samkvæmt heimasíðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár