Það er orðinn fastur punktur á ferðalögum margra erlendra ferðamanna sem koma til Reykjavíkur að leita uppi köttinn Baktus. Hann hefur í nokkur ár haldið til í Austurstræti, þar sem hann röltir yfirleitt milli Gyllta kattarins og Icewear, á milli þess sem hann fer á rúnt til að sníkja sér eitthvað að borða. Erna Margrét Oddsdóttir, dóttir Hafdísar Þorleifsdóttur, eiganda Gyllta kattarins, sér um Instragram-síðu Baktusar. „Ég gerði þennan aðgang því það voru svo margir útlendingar sem komu í Gyllta köttinn til að hitta Baktus og spurðu hvort þeir gætu ekki fylgst með honum eftir að þeir færu frá Íslandi. Ég ákvað bara í djóki að gera aðgang,“ útskýrir hún.
Panikka ef Baktus finnst ekki
Fyrir um það bil ári fór umferðin að aukast talsvert á síðunni. Í dag fylgjast 6.200 manns með honum og nú er svo komið að Erna Margrét þarf að hafa sig alla við til að …
Athugasemdir