Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sex þúsund fylgja Baktusi á Instagram

Kött­ur­inn Bakt­us, sem hef­ur hald­ið til í Aust­ur­stræti í nokk­ur ár, er orð­inn vin­sæll með­al ferða­manna í Reykja­vík. Þeir kepp­ast við að taka af hon­um mynd­ir og birta þær á In­sta­gram. Hörð­ustu að­dá­end­urn­ir verða áhyggju­full­ir ef þeir fá ekki frétt­ir af hon­um í það minnsta einu sinni í viku.

Það er orðinn fastur punktur á ferðalögum margra erlendra ferðamanna sem koma til Reykjavíkur að leita uppi köttinn Baktus. Hann hefur í nokkur ár haldið til í Austurstræti, þar sem hann röltir yfirleitt milli Gyllta kattarins og Icewear, á milli þess sem hann fer á rúnt til að sníkja sér eitthvað að borða. Erna Margrét Oddsdóttir, dóttir Hafdísar Þorleifsdóttur, eiganda Gyllta kattarins, sér um Instragram-síðu Baktusar. „Ég gerði þennan aðgang því það voru svo margir útlendingar sem komu í Gyllta köttinn til að hitta Baktus og spurðu hvort þeir gætu ekki fylgst með honum eftir að þeir færu frá Íslandi. Ég ákvað bara í djóki að gera aðgang,“ útskýrir hún. 

Panikka ef Baktus finnst ekki

Fyrir um það bil ári fór umferðin að aukast talsvert á síðunni. Í dag fylgjast 6.200 manns með honum og nú er svo komið að Erna Margrét þarf að hafa sig alla við til að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár