„Ræstingar eru erfiðasta starf sem nokkur maður getur unnið,“ sagði fyrrverandi ræstingakona við mig og ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt brjálæðislega ósammála. Hún vildi ekki koma fram undir nafni, vildi bara leggja þessa reynslu að baki sér, en sú virtist vera raunin með flesta þá sem ég talaði við.
Eitt skipti varð að sjö
„Hvar lærir maður svona góða íslensku?“ spurði maður þegar ég spurði hvort ég mætti skúra þar sem skrifborðið hans stóð. Hann greip kaffibollann sinn og rúllaði sér á stólnum frá skrifborðinu. „Ætli hún hafi ekki fylgt með fæðingarvottorðinu mínu,“ sagði ég og brosti asnalega, og fékk að bragði spurninguna sem ég hafði heyrt svo oft: „Nú, ertu íslensk??“ Ég dæsti.
Ég vann við ræstingar í rúmt ár af lífi mínu og var 18 ára þegar ég byrjaði. Mér hafði verið sagt upp á pitsustað vegna fækkunar á starfsfólki – eða svo var …
Athugasemdir