Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

Kall­að var eft­ir björg­un­ar­sveit vegna 18 manna göngu­hóps sem komst ekki yf­ir á í gríð­ar­leg­um vexti. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, braust yf­ir ána til að sækja hjálp fyr­ir hóp­inn.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
Meyjará Á góðum degi er unnt að vaða yfir Meyjará, en í vatnavöxtum síðustu daga er það hættulegt. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Hópur íslenskra göngumanna lokaðist inni við Meyjará, skammt frá Dröngum á Ströndum í gærkvöld, vegma mikilla vatnavaxta. Hópurinn var að koma gangandi frá Reykjafirði áleiðis suður í Ófeigsfjörð.

Gríðarleg úrkoma varð á svæðinu og þegar hópurinn kom að Meyjará var einsýnt að hann kæmist ekki yfir. Fólkið var aðeins með dagnesti þar sem áformað var að gista á Dröngum þar sem tjöld og vistir biðu þess. Við Meyjará kom á daginn að hópurinn var innlyksa vegna þess að áin var í gríðarlegum vexti. Fólkið var þá orðið kalt og hrakið eftir erfiða göngu frá Reykjarfirði um vað í Bjarnarfirði. Ekkert símasamband er á þessum slóðum. Varð að ráði að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og einn göngumanna, braust yfir ánna við annan mann. Þeir héldu fjögurra kílómetra leið að Dröngum þar sem hringt var eftir hjálp björgunarsveita í gegnum gervihnattasíma. Farþegabáturinn Salómon Sig var fyrstur á vettvang og bjargaði fólkinu úr sjálfheldu. Voru margir kaldir og hraktir þó tekist hefði að kveikja bál til að orna sér við. Fólkið var ferjað að Dröngum þar sem þess beið húsakjól og ylur. Hópurinn mun koma til Norðurfjarðar í kvöld.

Fleiri ferðamenn eru fastir á Ströndum vegna vatnavaxta. Þannig er fólk innlyksa í Furufirði og göngufólk sem ætlaði frá Norðurfirði í morgun kemst ekki leiðar sinnar fyrr en veður gengur niður í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár