Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Amma hjálpaði til með dragið

Magnús Bjarni Grön­dal gef­ur stað­alí­mynd­um fing­ur­inn sem dragdottn­ing og þung­arokk­ari.

Magnús Bjarni Gröndal, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Migthy Bear, hefur skotist upp stjörnuhimininn sem framúrstefnulegur listamaður sem tjáir sig á jaðrinum. Bæði sem söngvari og gítarleikari í þungarokkshljómsveitinni We Made God eða í gegnum tilraunakennda raftónlist í gervi dragdrottningarinnar Mighty Bear, sem skiptir um andlitsgrímur eftir uppátækjum. Innra með Magnúsi Bjarna slær ólgandi listamannshjarta fyllt baráttugleði. Hann opnar sig um tabúin, listina, hatrið og ástina í öllu, þegar hann kýs að fella grímuna.

„Það þarf heilmikla karlmennsku og þor að útsetja sig í fjaðurskrúða og á pinnahælum, standandi á miðju sviði undir stingandi ljóshafi athyglinnar. Hvað er það annað en kjarkur og þor að útsetja sig í dýrðarljóma dragsins? Þar sem fólk getur hæðst og fordæmt rétt sisona eftir geðþóttum. Ég er óhræddur við að koma fram undir þeim formerkjum, enda sviðið töfrandi staður til að vera á. Þar sem listsköpunin fær að streyma og öll heimsins vandamál …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár