Magnús Bjarni Gröndal, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Migthy Bear, hefur skotist upp stjörnuhimininn sem framúrstefnulegur listamaður sem tjáir sig á jaðrinum. Bæði sem söngvari og gítarleikari í þungarokkshljómsveitinni We Made God eða í gegnum tilraunakennda raftónlist í gervi dragdrottningarinnar Mighty Bear, sem skiptir um andlitsgrímur eftir uppátækjum. Innra með Magnúsi Bjarna slær ólgandi listamannshjarta fyllt baráttugleði. Hann opnar sig um tabúin, listina, hatrið og ástina í öllu, þegar hann kýs að fella grímuna.
„Það þarf heilmikla karlmennsku og þor að útsetja sig í fjaðurskrúða og á pinnahælum, standandi á miðju sviði undir stingandi ljóshafi athyglinnar. Hvað er það annað en kjarkur og þor að útsetja sig í dýrðarljóma dragsins? Þar sem fólk getur hæðst og fordæmt rétt sisona eftir geðþóttum. Ég er óhræddur við að koma fram undir þeim formerkjum, enda sviðið töfrandi staður til að vera á. Þar sem listsköpunin fær að streyma og öll heimsins vandamál …
Athugasemdir