Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Kreppa í leikskólum“ í miðjum uppganginum

Rými barna á leik­skól­um hef­ur minnk­að um 35 pró­sent frá ár­inu 1977. Á sama tíma og upp­gang­ur er í sam­fé­lag­inu er neyð­ar­ástand á leik­skól­um, seg­ir Krist­ín Dýr­fjörð dós­ent, sem hef­ur rann­sak­að ís­lenska leik­skóla.

„Alltaf þegar það er uppgangur í samfélaginu er kreppa í leikskólum,“ segir Kristín Dýrfjörð, dósent í kennaradeild við Háskólann á Akureyri, sem hefur stundað rannsóknir á íslenskum leikskólum um árabil.

Kristín segir launamál aðeins hluta af vandamáli leikskólanna. Fyrst og fremst þurfi að setja fé í leikskólabyggingar, bæta vinnuaðstöðu, auka rými barna og stytta vinnuviku foreldra sem eru með börn á leikskólum. Kristín skorar á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu barna og vill að leikskólamál verði á dagskrá næstu sveitarstjórnarkosninga. 

Kristín kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar á álagi og erfiðleikum meðal starfsfólks leikskóla. Helstu niðurstöðurnar eru að leikskólar á Íslandi eru í nauðvörn, vinnudagur er langur og fjöldi tíma sem hver kennari er í samskiptum við börn er með því mesta í OECD-löndum. Leikskólakennarar og aðrir í leikskólanum upplifa erfiðleika sem tengjast hávaða, of mörgum börnum í of litlu rými, skort á tíma og rými til undirbúnings í starfinu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár