Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skólakerfið bregst syni mínum

Andrés Æv­ar Grét­ars­son stend­ur ráð­þrota gagn­vart hegð­un­ar­vanda son­ar síns. Drengn­um hef­ur nú tvisvar ver­ið vís­að úr skóla til lengri tíma í kjöl­far al­var­legra at­vika, án þess að önn­ur lausn sé í sjón­máli. „Við er­um í raun­inni bara að berj­ast fyr­ir því að barn­ið fái að vera í skóla,“ seg­ir hann.

„Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er mjög erfitt mál og er alls ekki að halda því fram að hann sé til fyrirmyndar. En honum gæti gengið svo mikið betur ef honum væri mætt á miðri leið og hann fengi viðeigandi stuðning, líkt og skóli án aðgreiningar segir til um.“

Þetta segir Andrés Ævar Grétarsson, faðir fjórtán ára drengs, sem hefur síðustu vikur verið utanskóla í kjölfar alvarlegs ofbeldisatviks í skólanum. Honum hefur einu sinni áður verið vikið úr skóla til lengri tíma vegna slæmrar hegðunar, en mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úrskurðað þá brottvísun ólögmæta. Drengurinn er greindur á einhverfurófi, með ADHD og kvíðaröskun, svo dæmi séu tekin og því ljóst að hann glímir við fjölþættan vanda. Andrés telur að ef sonur hans hefði fengið viðeigandi aðstoð og greiningu í upphafi skólagöngu væri ástandið ekki orðið jafn slæmt og raun ber vitni, en hann stendur nú ráðalaus …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár