Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum

Kanadískt orku­fyr­ir­tæki hef­ur boð­að marg­vís­leg­ar um­bæt­ur á lífi fólks á Strönd­um, ef það fær að virkja í Hvalá, en seg­ist ekki vilja semja um það fyr­ir­fram. Í skert­um inn­við­um og lágri op­in­berri fjár­fest­ingu verða sam­fé­lög­in lík­legri til að fórna nátt­úru gegn vil­yrði einka­fyr­ir­tækja um bætta inn­viði.

Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum
Ófeigsfjörður Þar sem vegurinn endar. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Þær umbætur sem fengið hafa marga íbúa og sveitarstjórnarmenn í Árneshreppi til að styðja virkjun Hvalár eru ekki samningsbundnar og þurfa margar hverjar ekki að tengjast virkjuninni.

Gagnrýnendur virkjunarinnar eru vantrúaðir á loforð tengd virkjuninni og orkufyrirtækið HS Orka, sem stendur að virkjuninni, vill ekki gera samning um það fyrirfram. „Það þarf ekki,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Íbúar í Árneshreppi binda sumir hverjir miklar væntingar við virkjunina. Þeir vona að virkjuninni fylgi bættar vegasamgöngur, þriggja fasa rafmagn og ljósleiðaratenging með háhraða interneti.  Að auki hefur verið rætt um að HS Orka fjármagni hitaveitu og svo klæðningu á skólahúsi grunnskólans.

Bættar vegasamgöngur eru hins vegar ekki tengdar virkjuninni, ef frá er talinn vegur úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð. Þriggja fasa rafmagn er nú þegar í vinnslu á vegum Orkubús Vestfjarða, og óljóst er hvernig ljósleiðaravæðing mun eiga sér stað, þótt ljósleiðari færist nær með virkjun. 

Enginn samningur

Ásgeir hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár