Framleiða snjó í fyrsta sinn í borginni

Í Ár­túns­brekk­unni hef­ur snjó­byssa fyllt skíða­brekk­ur af snjó og lífi. „Þetta er fyrsti vet­ur­inn sem við er­um að prófa þetta inn­an borg­ar­mark­anna,“ seg­ir Heim­ir Stef­áns­son starfs­mað­ur mið­stöðv­ar um úti­vist og úti­nám hjá Reykja­vík­ur­borg.

Framleiða snjó í fyrsta sinn í borginni
Loksins Á slaginu klukkan fimm á miðvikudag var skíðalyftan í Ártúnsbrekku formlega opnuð þrátt fyrir almennt snjóleysi á landinu. Mynd: Golli

Nýtt skíðaár byrjaði brösuglega á landinu. Öll skíðasvæði landsins nema á Austurlandi voru lokuð vegna snjóleysis fyrstu viku ársins. Þrátt fyrir að kalt loft léki um landann var lítil sem engin snjókoma í kortunum. Tilkoma nýrrar snjóbyssu hefur þó breytt landslaginu í Ártúnsbrekku og stóðu starfsmenn miðstöðvar um útivist og útinám hjá Reykjavíkurborg (MÚÚ) þar vaktir til að undirbúa opnun skíðabrekkunnar. „Þetta er fyrsti veturinn sem við erum að prófa þetta innan borgarmarkanna. Þeir hafa verið að nota svipaðar snjóbyssur í Bláfjöllum með góðum árangri,“ segir Heimir Stefánsson, starfsmaður MÚÚ, þar sem hann stillir af snjófrussandi blásarann við efsta stólpa skíðalyftunnar.

Vindáttin hjálpar til 

„Snjóbyssan var í gangi alla síðustu helgi, fékk smá pásu sunnudagsnóttina en er búin að vera í gangi síðan þá,“ sagði Heimir þegar Heimildin kíkti í heimsókn í lok fyrstu viku janúar. Hann taldi þá að snjódýptin í skíðabrekkunni væri orðin um 40 til 70 sentimetrar. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár