Erfitt er að hefja árið 2026 með bjartsýnni framtíðarsýn í ljósi sögulegrar þróunar síðastliðins árs, þar sem atvinnuleysi jókst verulega undir lok desember og verðbólga hélst yfir fjórum prósentum.
Þá varð æ skýrara að ógn um yfirtöku Grænlands og niðurbrot Atlantshafsbandalagsins voru raunverulegar og eru enn að ágerast. Þegar um þær hættur var fjallað í tveimur greinum hér í blaðinu fyrir ellefu mánuðum virkaði það kannski fyrir marga sem fjarstæðukennt og óraunverulegt blaður einhvers elliærs. Nú eru þær eitt helsta áhyggjuefni ráðamanna víða um Evrópu.
Hafi hin fjarstæðukennda þróun heimshagkerfisins síðastliðna tólf mánuði farið fram hjá lesendum þá ættu viðburðir síðustu helgar að draga skýrt fram raunverulega birtingarmynd þess að Bandaríkjaforseti er í alvöru aðgerðum til að sækja sér yfirráð auðlinda eins og þurfa þykir. Alþjóðalög og samningar skipta þar engu höfuðmáli. Viðskiptakerfi heimsins er búið að aðlaga sig að bandarískum verndartollum á síðasta ári sem eru komnir til að …

































Athugasemdir