Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir eru tveir höfundar sem flestir ættu að kannast við en þær hafa báðar gert garðinn frægan fyrir skrif sín, Sigríður í flokki fagurbókmennta og Yrsa sem glæpasagnahöfundur. Þær gáfu út hvor sína bókina fyrr á árinu og hafa þær vakið mikla athygli báðar fengið góða dóma.
Vegur allrar veraldar: skálkasaga eftir Sigríði Hagalín er sjálfstætt framhald af bókinni Hamingja þessa heims sem hún gaf út árið 2022 og fjallar meðal annars um Ólöfu ríku Loftsdóttur. Yrsa gaf út bókina Syndafall en síðustu jól sagði hún skilið við nýjustu bókaseríuna sína og skrifar nú sjálfstæða spennusögu áður en hún hefst handa á glænýrri bókaseríu. Þegar þessi grein er skrifuð sitjja þær báðar mjög ofarlega á metsölulistum Eymundsson og Félags íslenskra bókaútgefenda í sínum flokkum. Blaðamaður hitti á rithöfundana tvo og ræddi um ýmislegt er kemur að skrifum, íslensku bókmenntahefðinni og stöðu bóka og bókaútgáfu hér …

























Athugasemdir