Á sunnudagsmorgni í nóvember hringja kirkjubjöllur víðs vegar um bæinn og í Vesturbæ Reykjavíkur sem og annars staðar gerir trúrækið fólk sér leið í messu. Það er nokkuð milt veður miðað við árstíma þegar blaðamaður, sem hefur ekki sótt messu áður á fullorðinsaldri, sest aftast í kirkjuskipinu.
Háskólakórinn, sem á að syngja í messunni, er að æfa sig áður en athöfnin hefst og kórstjórinn spilar undir á orgel. Þegar klukkuna fer að draga nær ellefu fer fólk að tínast inn. Eldra fólk í bland við mjög ung börn sest víðs vegar á bekkina og bíður þess að guðsþjónustan hefjist. Inn ganga líka meðlimir hóps sem er hvorki gamall né á barnsaldri. Tveir hávaxnir ungir karlmenn setjast fyrir miðju. Þeir eru klæddir hversdagslega, í inniskó og strigaskó.
Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju, segir við Heimildina að hann hafi orðið var við aukna aðsókn ungs fólks, einkum drengja, í kirkjuna eftir …



























Athugasemdir