Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“

Orri Ár­manns­son og Sig­urð­ur Helgi Sveins­son eru sex­tán ára. Þeir hafa stund­að það að sækja mess­ur í Nes­kirkju frá því þeir fermd­ust og hafa hvatt vini sína til að koma með sér. Bor­ið hef­ur á aukn­um áhuga ungs fólks, einkum drengja, á starfi þjóð­kirkj­unn­ar.

Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“
Trúa á Gullnu regluna Orri og Sigurður hafa sótt messur með vinum sínum. Mynd: Golli

Á sunnudagsmorgni í nóvember hringja kirkjubjöllur víðs vegar um bæinn og í Vesturbæ Reykjavíkur sem og annars staðar gerir trúrækið fólk sér leið í messu. Það er nokkuð milt veður miðað við árstíma þegar blaðamaður, sem hefur ekki sótt messu áður á fullorðinsaldri, sest aftast í kirkjuskipinu.

Háskólakórinn, sem á að syngja í messunni, er að æfa sig áður en athöfnin hefst og kórstjórinn spilar undir á orgel. Þegar klukkuna fer að draga nær ellefu fer fólk að tínast inn. Eldra fólk í bland við mjög ung börn sest víðs vegar á bekkina og bíður þess að guðsþjónustan hefjist. Inn ganga líka meðlimir hóps sem er hvorki gamall né á barnsaldri. Tveir hávaxnir ungir karlmenn setjast fyrir miðju. Þeir eru klæddir hversdagslega, í inniskó og strigaskó.

Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju, segir við Heimildina að hann hafi orðið var við aukna aðsókn ungs fólks, einkum drengja, í kirkjuna eftir …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár