Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“

Orri Ár­manns­son og Sig­urð­ur Helgi Sveins­son eru sex­tán ára. Þeir hafa stund­að það að sækja mess­ur í Nes­kirkju frá því þeir fermd­ust og hafa hvatt vini sína til að koma með sér. Bor­ið hef­ur á aukn­um áhuga ungs fólks, einkum drengja, á starfi þjóð­kirkj­unn­ar.

Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“
Trúa á Gullnu regluna Orri og Sigurður hafa sótt messur með vinum sínum. Mynd: Golli

Á sunnudagsmorgni í nóvember hringja kirkjubjöllur víðs vegar um bæinn og í Vesturbæ Reykjavíkur sem og annars staðar gerir trúrækið fólk sér leið í messu. Það er nokkuð milt veður miðað við árstíma þegar blaðamaður, sem hefur ekki sótt messu áður á fullorðinsaldri, sest aftast í kirkjuskipinu.

Háskólakórinn, sem á að syngja í messunni, er að æfa sig áður en athöfnin hefst og kórstjórinn spilar undir á orgel. Þegar klukkuna fer að draga nær ellefu fer fólk að tínast inn. Eldra fólk í bland við mjög ung börn sest víðs vegar á bekkina og bíður þess að guðsþjónustan hefjist. Inn ganga líka meðlimir hóps sem er hvorki gamall né á barnsaldri. Tveir hávaxnir ungir karlmenn setjast fyrir miðju. Þeir eru klæddir hversdagslega, í inniskó og strigaskó.

Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju, segir við Heimildina að hann hafi orðið var við aukna aðsókn ungs fólks, einkum drengja, í kirkjuna eftir …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Það er fullt af góðum boðskap í Biblíunni sem Kirkjan hefur tekið upp á sína arma og auðvelt að nálgast hann í Kirkjunni. Mikið af þeim boðskap ættu sem flestir að tileinka sér, ekki bara þeir sem sækja kirkjur.

    Hinsvegar er ekki allt rétt sem stendur í Biblíunni. Það er til dæmis ekki til nein sönnun fyrir tilvist Guðs eða guða, eins og ýjað er að í Biblíunni að séu til.

    Varðandi spurninguna sem borin er upp fremst í þessari grein um hvað yrði um mann eftir að maður dæi, þá er því til að svara að maður hverfur algjörlega. Það eina sem verður eftir er dautt lífrænt efni í formi líkama. Allar frumur líkamans deyja. Öll starfsemi þeirra hættir. Allar minningarnar sem voru bundnar í heilafrumunum eyðileggjast. Minningarnar eru það sem fólk kallar stundum anda sinn eða sjálf og þegar þær eyðileggjast þá eyðileggst líka andinn eða sjálfið.
    Það er vissulega harðneskjulegt að maður hverfi bara aftur, eins og það var nú gaman að fæðast.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár