Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Öflin „Ef maður ætlar að reyna að kjarna stöðuna í dag. Þá eru þetta átök milli niðurrifsafla og uppbyggingarafla,“ segir Halldór Þorgeirsson. Mynd: Golli

„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum á Parísarfundinum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annarra þjóða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tókst að semja um Parísarsamninginn. Hann sótti ráðstefnuna sem forsætisráðherra Íslands þegar hann var formaður Framsóknarflokksins.

Þann 12. desember síðastliðinn voru tíu ár liðin frá því að samkomulagi um Parísarsamninginn var náð á COP21, loftslagsráðstefnu SÞ. Á lokadegi ráðstefnunnar brutust út gífurleg fagnaðarlæti, fundargestir föðmuðust og felldu tár þegar ljóst var að þessi sögulegi samningur væri í höfn. „Parísarsamningurinn er stórkostlegur sigur fyrir fólk og plánetu okkar,“ sagði Ban Ki-moon, þáverandi aðalritari SÞ.

Opnað var fyrir undirskriftir um samninginn á degi jarðar í apríl 2016 og samþykktu 194 aðildarríki ásamt Evrópusambandinu samninginn. Íran, Líbía og Jemen eru einu aðildarríkin sem hafa ekki fullgilt samninginn.

Samningaviðræður …
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Fín samantekt um stöðu loftslagsmála hérlendis og á heimsvísu. Mjög vel valdir viðmælendur, öll mjög góð. En Halldór stendur uppúr, hann býr að einstakri reynslu og glöggskyggni á loftslagsmálin. Því miður er undirbúningur og skipulagning orkuskipta og annarra loftslagsaðgerða hér langt á eftir nágrannalöndum okkar á flestum sviðum, t.d. Skandinavíu. Skandínavíu löndin eru hér í allra fremstu röð í heiminum og ráðgjöf og útflutningur tækni er snýr að orkuskiptum og loftslagsvandanum er ein meginstoð efnahags Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. Þar eru löndin ljósárum á undan okkur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár