Það er þetta skammdegi þegar sortinn grúfir yfir norðurhjaranum meirihluta sólarhringsins en þá skína jólaljósin einmitt svo skært. Um miðjan dag á Reykjanesbrautinni er þennan dag dimmt yfir og skýjað. Og það fer að koma myrkur. Bílljós og einstaka þotur með skær ljós minna á þessi sömu jólaljós þegar nær dregur Reykjanesbæ og alþjóðaflugvellinum. Þar eru sum húsin svo fallega skreytt í tilefni jólahátíðarinnar að það er ævintýralegt.
Skammt frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, sem er eins og nútímalistaverk þar sem krossinn ber við himin, er nútímaleg bygging. Hrafnista. Þangað er ferðinni heitið til að taka viðtal við einn heimilismanninn, meðal annars um æskujólin og jólin þar.
Það virðist ríkja góður andi þar inni. Það er bjart og hlýlegt og ung kona með börn er á aðalganginum. Hún hefur kannski verið að heimsækja ömmu sína eða afa. Frænku eða frænda. Hver veit.
Forstöðumaður heimilisins gengur með blaðamanni inn á einn ganginn, eina eininguna. …


























Athugasemdir