Danska unglingabókin „Ekkert“ (Intet á frummálinu) eftir Janne Teller vakti hörð viðbrögð fyrst þegar hún kom út árið 2000. Bókin virðist látlaus skáldsaga um hóp tólf ára barna í smábænum Tæringu í Danmörku. Bekkjarfélagi barnanna gengur út úr skólastofunni einn daginn með hættulega hugmyndafræði að vopni og lýsir því yfir að ekkert skipti máli. Einstaklingur eyðir fjölda ára í það eitt að vaska upp þegar lífshlaupið er dregið saman, svo deyrðu. Jörðin hefur verið til í 4,5 milljarða ára. Hvernig nennið þið þessu? Þannig predikar barnið eins og lífsleiður níhilisti. Ekkert hefur merkingu, fullyrðir drengurinn; setning sem er lúmskari en margur heldur.
Fágæt lestrarupplifun
Skólabörnin ákveða að sanna fyrir bekkjarfélaga sínum að ýmislegt hafi merkingu og koma sér saman um eitthvað sem kallast „þýðingarhrúga“. Fljótt leita áleitnar spurningar á börnin, sem velja það sem hefur mesta þýðingu fyrir næsta bekkjarfélaga. Ýmislegt fer í hrúguna, allt frá trúarsannfæringu yfir í sjálft …

























Athugasemdir