Hlutabréf í Nvidia hækkuðu í gær eftir að fyrirtækið skilaði af sér betri rekstrarniðurstöðum en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaðurinn er knúinn áfram af gríðarlegri eftirspurn eftir sérhæfðum flögum sem knýja gervigreindarhugbúnað.
Niðurstöðurnar birtust á sama tíma og sífellt fleiri markaðsgreinendur velta fyrir sér hvort að það sé að myndast gervigreindarbóla á markaði. Athyglin beinist öll að Nvidia, sem er lykilfyrirtæki í greininni, og getu þess til að standast vaxandi efasemdir.
„Það hefur verið mikið talað um að gervigreindarbóla sé í vændum,“ sagði Jensen Huang, forstjóri Nvidia, í árshlutauppgjörinu. „Frá okkar sjónarhorni, sjáum við allt annað.“
Að sögn Huang eru fyrirtæki um allan heim að færa sig frá hefðbundnum tölvukerfum sem byggja á örgjörvum (CPU) yfir í AI-innleidd kerfi sem treysta á skjákortsörgjörva (GPU), sem er sérgrein Nvidia.
Auk þess eru hugbúnaðarlausnir að aðlagast hratt gervigreind og nú fjölgi svokölluðum AI-„umboðsmönnum“ sem geta sinnt tölvuvinnu sjálfstætt, að sögn …













































Athugasemdir (1)