Mettekjur hjá Nvidia á meðan greinendur óttast gervigreindarbólu

Jen­sen Huang, for­stjóri og einn stofn­enda Nvidia, blæs á ótta grein­enda um að gervi­greind­ar­bóla sé að mynd­ast á mörk­uð­um.

Mettekjur hjá Nvidia á meðan greinendur óttast gervigreindarbólu
Stjórinn Jensen Huang er forstjóri og einn stofnenda Nvidia. Mynd: Jung Yeon-je / AFP

Hlutabréf í Nvidia hækkuðu í gær eftir að fyrirtækið skilaði af sér betri rekstrarniðurstöðum en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaðurinn er knúinn áfram af gríðarlegri eftirspurn eftir sérhæfðum flögum sem knýja gervigreindarhugbúnað.

Niðurstöðurnar birtust á sama tíma og sífellt fleiri markaðsgreinendur velta fyrir sér hvort að það sé að myndast gervigreindarbóla á markaði. Athyglin beinist öll að Nvidia, sem er lykilfyrirtæki í greininni, og getu þess til að standast vaxandi efasemdir.

„Það hefur verið mikið talað um að gervigreindarbóla sé í vændum,“ sagði Jensen Huang, forstjóri Nvidia, í árshlutauppgjörinu. „Frá okkar sjónarhorni, sjáum við allt annað.“

Að sögn Huang eru fyrirtæki um allan heim að færa sig frá hefðbundnum tölvukerfum sem byggja á örgjörvum (CPU) yfir í AI-innleidd kerfi sem treysta á skjákortsörgjörva (GPU), sem er sérgrein Nvidia.

Auk þess eru hugbúnaðarlausnir að aðlagast hratt gervigreind og nú fjölgi svokölluðum AI-„umboðsmönnum“ sem geta sinnt tölvuvinnu sjálfstætt, að sögn …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Why is it that Sundar Pichai, CEO Google, warns that AI will not meet expectations!? Why is it that Peter Thiel, Silicon Valley Oligarch, sells all his NVIDIA shares !? Signs are in abundance that - like in 2000 the dot-com bubble - the current global multi-billion dollar AI hysteria will explode with very serious - much graver than 2000 -consequences for the global economy! Couldn’t and shouldn’t we all have known that “Artificial Intelligence” is exactly that: artificial or synthetic like plastic, and intelligent without inherent intellect or consciousness!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár