Stjórnmálaflokkar halla sér upp að stórveldum

Í nýrri heims­mynd, með vax­andi ólgu og víg­bún­aði á al­þjóða­vísu, velja ís­lensk­ir stjórn­mála­flokk­ar sitt stór­veld­ið hver.

Stjórnmálaflokkar halla sér upp að stórveldum
Flokkar undir fánum Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, hafa lagt höfuðáherslu á sambandið við Evrópu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Miðflokknum vill tengjast Bandaríkjunum. Sósíalistar horfa til Kína. Mynd: Samsett / Heimildin

Vaxandi spenna og átök á alþjóðavettvangi eru farin að spegla íslensk stjórnmál. Flokkar landsins halla sér nú í auknum mæli upp að sitt hvorum valdapólnum í heiminum, sem endurspeglar samhljóm og tog milli mismunandi stjórnkerfa og stjórnmálastefna. 

Vill verðlauna Bandaríkjaforseta

Eftir landsþing Miðflokksins 10. til 12. október hefur Miðflokkurinn tekið af allan vafa um að flokkurinn stefnir í átt að aukinni þjóðrækni eða þjóðernishyggju og beinir spjótum sínum að innflytjendum, undir því yfirskini að verja þjóðina breytingum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, endurkjörinn formaður flokksins, lagði höfuðáherslu á þjóðrækni og heilbrigða skynsemi, í ræðu sinni, en undir það flokkaði Sigmundur útlendingamál, þar sem „ekkert samfélag [fengi] þrifist ef það hefur ekki vilja til að vernda hópinn“. Miðflokkurinn hefur tekið upp slagorðið „Ísland fyrst, svo allt hitt“, sem er endurómur af slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „Bandaríkin fyrst“. 

Nýkjörinn varaformaður, Snorri Másson, tók sömuleiðis af allan vafa um það í framboðsgrein sinni að flokkurinn …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár