Vaxandi spenna og átök á alþjóðavettvangi eru farin að spegla íslensk stjórnmál. Flokkar landsins halla sér nú í auknum mæli upp að sitt hvorum valdapólnum í heiminum, sem endurspeglar samhljóm og tog milli mismunandi stjórnkerfa og stjórnmálastefna.
Vill verðlauna Bandaríkjaforseta
Eftir landsþing Miðflokksins 10. til 12. október hefur Miðflokkurinn tekið af allan vafa um að flokkurinn stefnir í átt að aukinni þjóðrækni eða þjóðernishyggju og beinir spjótum sínum að innflytjendum, undir því yfirskini að verja þjóðina breytingum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, endurkjörinn formaður flokksins, lagði höfuðáherslu á þjóðrækni og heilbrigða skynsemi, í ræðu sinni, en undir það flokkaði Sigmundur útlendingamál, þar sem „ekkert samfélag [fengi] þrifist ef það hefur ekki vilja til að vernda hópinn“. Miðflokkurinn hefur tekið upp slagorðið „Ísland fyrst, svo allt hitt“, sem er endurómur af slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „Bandaríkin fyrst“.
Nýkjörinn varaformaður, Snorri Másson, tók sömuleiðis af allan vafa um það í framboðsgrein sinni að flokkurinn …

























Athugasemdir