Tölvuleikir eru að móta heila kynslóð ungra karlmanna sem sækjast frekar í slíka afþreyingu frekar en stúlkur. Þeir telja sig ekki aðeins læra meira af tölvuleikjanotkun en stúlkur heldur er það mat þeirra að tölvuleikir auðveldi þeim að mynda tengsl við aðra og viðhalda samskiptum við vini. Það kann því ekki að koma á óvart að þeir voru mun líklegri en stúlkur til þess að segjast eyða miklum tíma og peningum í tölvuleiki.
Þetta er þróun sem hefur átt sér stað fyrir framan nefið á foreldrum í um áratug, og hefur verið óvenjuhröð í bland við miklar tækniframfarir.
Með hækkandi aldri fækkar í hópi þeirra sem spila tölvuleiki, engu að síður metur þriðjungur þeirra stráka sem spila töluleiki það sem svo að þeir verji miklum tíma í tölvuleikina, samkvæmt könnun Menntavísindasviðs. Þá leiddi önnur könnun í ljós að á árunum 2019 til 2023 vörðu 38 prósent íslenskra drengja í 7. …


























Athugasemdir