Almennir borgarar á Íslandi eiga óbeint stóran hlut í stærstu fyrirtækjum landsins í gegnum aðild sína að lífeyrissjóðum landsins.
Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok nam 8.240 milljörðum króna, eða um 179% af vergri landsframleiðslu í fyrra. Það gerir um það bil 21 milljón króna á hvern íbúa landsins. Fá lönd geta stært sig af lífeyrissjóðum af slíkri stærð en það eru helst Danmörk, Kanada, Sviss og Holland sem við getum borið okkur saman við.
Fyrir vikið eru sjóðirnir stærstu leikendurnir á íslenskum verðbréfamarkaði. Til dæmis má nefna að sjóðirnir eiga um þrjá fjórðu af hlutafé í Högum, félaginu sem rekur matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, bensínstöðvar Olís, innflutningsfyrirtækið Banana, tískuvöruverslunina Zöru, matarpakkaþjónustuna Eldum rétt og fleiri fyrirtæki.
Sjóðirnir eiga sömuleiðis nær þrjá fjórðu af hlutafé í Festi, öðru félagi sem er öflugt á smásölumarkaði. Það á matvöruverslunina Krónuna, bensínstöðvar N1, raftækjaverslunina Elko, apótek Lyfju og Bakkann vöruhótel meðal annars.
Það …

























, , samráð" eru stunduð !