Í ljósi sögunnar hefði það ekki átt að koma á óvart að Covid-19 faraldurinn myndi valda langtímaveikindum hjá sumum einstaklingum. Veirufaraldrar munu halda áfram að herja á mannkynið og því brýnt að við lærum af reynslunni, eflum þekkingu og meðferðarrúræði og verðum betur undirbúin þegar næsti faraldur kemur.
ME-sjúkdómurinn, eða myalgic encephalomyelitis, kemur oftast í kjölfar sýkinga, hann getur komið í faröldrum, eins og í Akureyrarveikinni um miðja síðustu öld og nú með Covid-19, en einnig eftir algengar sýkingar sem eru stöðugt til staðar í samfélaginu, meðal annars einkirningasótt. Ekki er vitað hvað veldur því að sumir einstaklingar ná sér ekki að fullu eftir slíkar sýkingar og sitja uppi með langvarandi einkenni eins og langtíma Covid og ME-sjúkdóminn en hann er alvarlegasta birtingarmyndin af þessum langvinnum eftirköstum sýkinga.
Aukinn skilningur eftir faraldurinn
Með langvinnu Covid og stofnun Akureyrarklíníkurinnar árið 2024 hefur eðli ME og áhrif sjúkdómsins á líf fólks verið …

























Athugasemdir