Trump og umheimurinn: Hernaðarlegt afl, fjárhagslegur styrkur og sveigjanleiki sögunnar

Hið efna­hags­lega lands­lag heims­ins er gjör­breytt á inn­an við einu ári. Sam­hliða á sér stað um­bylt­ing á hinu hern­að­ar­lega sviði bæði tækni­lega og póli­tískt. Staða Ís­lands, sem treyst hef­ur á varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in, er óljós í þess­um nýja heimi óviss­unn­ar.

Trump og umheimurinn: Hernaðarlegt afl, fjárhagslegur styrkur og sveigjanleiki sögunnar
Boðaðir Háttsettir herforingjar voru boðaðir á fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta og Pete Hegseth varnarmálaráðherra 30. september. Þar sagði Hegseth að herinn yrði að bregðast við „áratuga hnignun“. Mynd: afp

Öflugasti her í heimi hefur löngum verið sá bandaríski, og hann var með fasta viðveru hérlendis til ársins 2006. Kína byggir nú hratt upp herstyrk sinn, sem er orðin fjölmennari en nokkur annar í heiminum. Stórveldin tvö og ógnarvald þeirra spilltu, einveldislegu og ógagnsæju stjórnarhátta sem viðgangast eru til umfjöllunar í grein eftir Martin Wolf í Financial Times í vikunni. 

Anne Applebaum fór einnig í tímaritsgrein í Atlantic undir lok síðasta mánaðar yfir hernaðarlega áætlun Úkraínu til þess að svelta hernaðarmaskínuna rússnesku. Þar sýnir hún hvernig úkraínska drónaframleiðslan miðast við að forðast aðkeypta íhluti sérstaklega frá Bandaríkjunum og Kína.

Bæði fótsnyrtar og gullsmiðir búa yfir góðri hæfni til þess að setja saman heimaframleiddan rafbúnað fyrir stríðstólin. Enginn sem vinnur við hina hernaðarlegu framleiðslu dróna í milljónavís starfaði við það fyrir þremur árum. Þessar efnahagslegu og stjórnmálalegu afleiðingar stríðsins eru ekki nægilega vel þekktar segir Applebaum, þótt Svíar, Þjóðverjar og Evrópusambandið …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár