Síðustu útlagarnir

Heim­ild­in fékk að fara í gleð­skap al­ræmd­ustu vél­hjóla­sam­taka lands­ins, Hells Ang­els. Lög­regl­an hef­ur ver­ið með gríð­ar­leg­an við­bún­að vegna veislu­hald­anna.

Síðustu útlagarnir
Einar Hans fyrir miðju, Andy til hægri og Ervin bróðir hans til vinstri við Einar. Allir eru þeir í Vítisenglunum. Mynd: Golli

„Má ég sjá raunveruleg skilríki?“ spurði lögreglumaðurinn þegar ljósmyndari Heimildarinnar rétti honum blaðamannaskírteini Blaðamannafélags Íslands á leið sinni inn í veislu Vítisengla í Kópavogi um síðustu helgi. Ríkislögreglustjóri hefur verið með mikinn viðbúnað vegna veisluhalda Hells Angels í Kópavogi og vöktu aðgerðirnar mikla athygli um miðjan september þegar þrír voru handteknir, þar af einn fyrir að muna ekki kennitöluna sína. Lögreglan sagði þá að eftirlitið væri tilkomið vegna ábendinga frá alþjóðlegu lögreglunni í Evrópu, Europol, en vélhjólasamtökin eru flokkuð sem alþjóðleg glæpasamtök. 

„Við erum að hafa eftirlit með þessu“
Lögreglumaður
Grímuklæddur lögreglumaður leitaði á blaðamanni áður en hann fór í veislu Vítisenglanna.

Ekki hefur komið skýrt fram hvað fólst í þeirri ábendingu, en lögreglan hefur verið með sams konar viðbúnað þegar erlendir gestir Vítisenglanna hafa sótt vélhjólaklúbbinn heim. Blaðamaður er náfrændi liðsmanns Hells Angels, Einars Hans Þorsteinssonar, en þeir eru bræðrasynir. Spurði hann því hvort blaðamaður ásamt ljósmyndara mættu mæta …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár