Þegar blaðamenn Heimildarinnar unnu að gerð Hátekjulistans var farið yfir skatta landsmanna. Eitt varð augljóst strax í upphafi: kvenmannsnöfn þýddu sjaldan hátekjur.
Heimildin tók saman kynjahlutfall þeirra sem komust á listann í ár. Tuttugu prósent eru konur. Hlutfallið er nokkuð svipað og í fyrra en það var þá nítján prósent. Aldursforseti listans er kona og sömuleiðis yngsti einstaklingurinn. Þrjár konur eru á lista yfir efstu tíu tekjuhæstu einstaklinga landsins.
Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigandi Samherja hf., er í öðru sæti á listanum með rúma 5,6 milljarða í heildarárstekjur. Súsanna Sigurðardóttir fjárfestir er í fimmta sæti með rúmlega 3,2 milljarða og Ingunn Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari situr í áttunda sæti með ríflega 1,6 milljarða. Í heildina eru tólf manns í efstu sætum listans með yfir milljarð í heildarárstekjur.
Samanlagðar heildarárstekjur tíu tekjuhæstu kvenna landsins eru rúmum 8,2 milljörðum lægri en samanlagðar heildarárstekjur tíu tekjuhæstu karla landsins.
Hlutfall kvenna á listanum sveiflast nokkuð …
Athugasemdir