Tæland gerir loftárásir á kambódíska herinn

Lönd­in tvö deila á Smaragðs­þrí­hyrn­ingn­um sem geym­ir forn musteri.

Tæland gerir loftárásir á kambódíska herinn
Kambódískir hermenn Hér sjást hermenn úr kambódíska hernum hlaða BM-21 fjölvirka sprengjuvörpu í Preah Vihear-héraðinu. Upplýsingaóreiða ríkir um hvernig átökin komu til. Mynd: AFP

Tæland gerði loftárásir á hernaðarleg skotmörk í Kambódíu í nótt eftir að Kambódía skaut eldflaugum og stórskotaliði og drap að minnsta kosti 11 óbreytta borgara. Þetta markar dramatíska stigmögnun í langvarandi landamæradeilu ríkjanna tveggja.

Ríkin hafa lengi átt í hatrammri deilu um svæði sem kallast Smaragðsþríhyrningurinn, þar sem mörk Tælands, Kambódíu og Laos mætast og þar sem finna má mörg forn musteri.

Deilan hefur staðið yfir í áratugi, blossaði upp í blóðug hernaðarátök fyrir rúmum 15 árum og aftur í maí síðastliðnum þegar kambódískur hermaður féll í skotbardaga.

Á fimmtudag blossuðu átökin aftur upp þegar Kambódía skaut eldflaugum og sprengjum yfir í Tæland og tælenski herinn brást við með því að senda F-16 herþotur í loftárásir.

Heilbrigðisráðuneyti Tælands greindi frá því að að minnsta kosti 11 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið, flestir í eldflaugaárás nálægt bensínstöð í Sisaket-héraði.

Upptökur frá vettvangi sýndu reyk stíga upp frá þaki lítillar verslunar …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Donni Gislason skrifaði
    Það er skrifað Taíland en ekki Tæland.
    Eins og Taívan en ekki tævan.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu