Sprenging í samsæriskenningum á Íslandi eftir Covid

Sam­særis­kenn­ing­ar eru orðn­ar fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í um­ræð­unni og mörg dæmi um að stjórn­mála­fólk vopn­væði slíkt í póli­tísk­um til­gangi. Pró­fess­or­ar segja sam­særi hafa sprung­ið út á Ís­landi á síð­asta ára­tug.

Sprenging í samsæriskenningum á Íslandi eftir Covid
6. janúar Heiminum var brugið þegar þeir sáu óeirðirnar við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar árið 2021. Í ljós kom að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar voru helsta eldsneytið í óeirðunum þar sem nokkrir létust og fjölmargir enduðu á bak við lás og slá út af. Mynd: EPA

Samsæriskenningar eru orðnar mun meira áberandi í íslensku samfélagi en áður samkvæmt tveimur prófessorum sem hafa fylgst með þróun mála í um áratug. Fyrir tíu árum síðan var leitun að samsæriskenningum á Íslandi, nú hafa þeir ekki undan flóðinu sem jókst gífurlega í kjölfar heimsfaraldursins. Samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar frá því fyrr í júlí kom fram að um 40 prósent landsmanna trúa á hið dularfulla djúpríki. Kona sem trúir á efnarákir á himni (chemtrails) segir mikilvægt að geta átt samtalið og segir engum til gagns að þagga niður óþægilega umræðu, Íslendingar verði að fá að rökræða þetta, þannig séu þeir gerðir.

Almenningi rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann horfði upp á fordæmalausar óeirðir þegar múgur og margmenni braust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar árið 2021. Markmið óeirðarseggja var fyrst og fremst að koma í veg fyrir friðsamleg valdaskipti á milli Donalds Trump, fráfarandi forseta, og nýkjörins …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár