Samsæriskenningar eru orðnar mun meira áberandi í íslensku samfélagi en áður samkvæmt tveimur prófessorum sem hafa fylgst með þróun mála í um áratug. Fyrir tíu árum síðan var leitun að samsæriskenningum á Íslandi, nú hafa þeir ekki undan flóðinu sem jókst gífurlega í kjölfar heimsfaraldursins. Samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar frá því fyrr í júlí kom fram að um 40 prósent landsmanna trúa á hið dularfulla djúpríki. Kona sem trúir á efnarákir á himni (chemtrails) segir mikilvægt að geta átt samtalið og segir engum til gagns að þagga niður óþægilega umræðu, Íslendingar verði að fá að rökræða þetta, þannig séu þeir gerðir.
Almenningi rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann horfði upp á fordæmalausar óeirðir þegar múgur og margmenni braust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar árið 2021. Markmið óeirðarseggja var fyrst og fremst að koma í veg fyrir friðsamleg valdaskipti á milli Donalds Trump, fráfarandi forseta, og nýkjörins …
Athugasemdir