Bandaríkin og Kína tilkynntu í gærkvöldi að þau hefðu náð samkomulagi um að lækka gagnkvæma tolla verulega næstu 90 dagana. Það er liður í að milda viðskiptadeilu ríkjanna sem hefur raskað fjármálamörkuðum og vakið ótta um samdrátt í heimsbúskapnum.
Þetta er niðurstaða fyrstu beinu viðræðna ríkjanna frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð gegn Kína. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu munu tollar sem áður náðu upp í þriggja stafa tölur lækka niður í tvo stafi og áframhaldandi viðræður standa til boða.
Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti viðræðunum um helgina við kínverska varaforsætisráðherrann He Lifeng og utanríkisviðskiptaráðgjafann Li Chenggang sem „árangursríkum og yfirgripsmiklum“.
„Það ríkti gagnkvæmt virðingarsamband á milli aðila,“ sagði Bessent við fjölmiðla.
Trump hafði í síðasta mánuði hækkað tolla á innflutningi frá Kína upp í 145 prósent, samanborið við 10 prósent á önnur ríki í þeirri tollaherferð sem hann hóf. Kína svaraði með því að setja 125 …
Athugasemdir