Njósnamál fyrirtækisins PPP, sem hafði eftirlit með fjölda fólks fyrir atbeina auðkýfingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, á sér rúmlega tveggja áratuga aðdraganda. Inn í málið blandast annar milljarðamæringur, Róbert Wessman, fjandsamlegar yfirtökur, lyfjafyrirtækið Actavis, allnokkrir fjölmiðlar, furðulegar skærur og að lokum fjöldi einkamála þar sem auðkýfingarnir stefndu hvor öðrum á víxl. Deilur Róberts og Björgólfs rista djúpt og eru uppnefndar leðjuslagur milljarðamæringanna í samtölum við þá sem til þekkja og ræddu við Heimildina. Fjölmiðlalandslag á Íslandi hefur gjörbreyst vegna þessara erja og nú fylgist þjóðin með andaktug eftir að RÚV greindi frá umfangsmiklum njósnaaðgerðum, sem lögregluþjónn er sagður hafa tekið þátt í og hefur verið vikið frá störfum. Peðin eru fallin, en kóngarnir sæta færis í þessari klaufalegu refskák, sem hefur staðið yfir um árabil og er nú á forsíðum flestra fjölmiðla.
Upplifði blekkingar
Róbert Wessman varð forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta árið 2002 og þótti fyrirtækið vænlegt til árangurs á …
Athugasemdir (1)