Matthea Lára Pedersen er atvinnudansari, búsett í Utrecht í Hollandi. Síðustu ár hefur hún dansað með fremstu dansflokkum heims og unnið víðs vegar um Evrópu. Hún segir listir mikilvægar og hvetur fólk til þess að fylgja forvitninni sinni. Um þessar mundir dansar hún í óperusýningu í þýsku borginni Hanover.
Dansari

Matthea fór á sína fyrstu ballettæfingu aðeins þriggja ára gömul en man fyrst eftir sér í hiphop og djassdansi í Dansskóla Birnu Björns. Þegar hún var 11 ára gömul ákvað hún að prófa tíma í Listdansskóla Íslands eftir samræður við eldri bróður sinn, atvinnudansarann Frank Fannar Pedersen. „Við fundum gamla ballettbúninga af mömmu sem voru alveg upp í háls og opnir niður í bak,“ segir Matthea og brosir. „Mér fannst þetta ótrúlega gaman.“
Móðir Mattheu er Katrín Hall, fyrrum …
Athugasemdir