Climeworks á Íslandi hefur eingöngu fangað rétt rúmar 2.400 kolefniseiningar frá því það hóf starfsemi á Íslandi árið 2021 af tólf þúsund einingum sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ítrekað haldið fram að vélar félagsins geti fangað. Þetta staðfesta tölur annars vegar frá finnska fyrirtækinu Puro.Earth og úr ársreikningum fyrirtækisins hins vegar. Climeworks hefur ratað í heimsfréttir vegna kolefnisföngunar beint úr andrúmsloftinu. Til þess notar fyrirtækið stórar vélar sem eru staðsettar á Hellisheiði. Þær eru sagðar hafa getu til þess að safna fjögur þúsund tonnum af CO2 á hverju ári beint úr andrúmsloftinu.
Samkvæmt gögnum sem Heimildin hefur er ljóst að það markmið hefur aldrei náðst og er svo komið að Climeworks fangar ekki nóg af kolefniseiningum til þess að kolefnisjafna sinn eigin rekstur, sem losaði 1.700 tonn af CO2 árið 2023. Sú losun sem á sér stað vegna umsvifa Climeworks er því meira en það fangar. Frá því fyrirtækið hóf föngun …
Athugasemdir (1)