Berta Þórhalladóttir mælir með því að fólk finni sér skemmtilega hreyfingu, setji svefn í forgang og myndi félagsleg tengsl til að viðhalda heilsu í daglegu lífi. Hún er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og brennur fyrir hreyfingu. Berta segir það óþarfi að flækja hlutina, góður göngutúr geti gert gæfumun.
Lét drauminn rætast
Hreyfing hefur alltaf átt stóran þátt í lífi Bertu en það var árið 2016 sem hún ákvað að helga sig heilsu og þjálfun eftir að hún missti son sinn Nóa aðeins þriggja daga gamlan. „Þá umturnaðist lífið,“ segir Berta. „Heilsa og hreyfing hafa alltaf verið stór hluti af lífinu mínu en í kjölfarið af áfallavinnu þá fann ég hvað hreyfing skipti miklu máli og mig langaði að láta gott af mér leiða fyrir aðra.“ Hún ákvað því að elta drauminn um að vinna sem þjálfari. „Mig langaði að heiðra minninguna hans Nóa með því að …
Athugasemdir (1)