„Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga, ég borinn ásökunum um að vera ofbeldismaður, þjófur og margt annað ljótt. Ég er viðfang í eins konar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista, sem mér finnst að rugli saman kröfum um afköst og þátttöku við persónulegar ofsóknir. Og sem telja að ég eyðileggi fyrir sósíalismanum og Samstöðinni, geri miklu meira ógagn en gagn.“
Svona komst Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður á Samstöðinni og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, að orði á Facebook á sunnudag.
Talsverður styr er í Sósíalistaflokknum um þessar mundir, eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Roða – ungliðadeildar Sósíalistaflokksins, steig fram og sagði sig úr kosningastjórn flokksins í mótmælaskyni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég get ekki lengur starfað innan forystu sem hunsar lýðræðislega gagnrýni, viðheldur óheilbrigðri menningu og refsar þeim sem benda á vandamálin,“ skrifaði hann í opnu bréfi til félagsmanna.
Lýsir andlegu ofbeldi, ofríki og launaþjófnaði
Gagnrýni Karls Héðins beindist einkum að …
Athugasemdir (1)