Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri

Kári Guðmundsson fékk alvarlegan nýrnasjúkdóm af völdum sykursýki. Hann var kominn í blóðskilun og fyrir svo ungan einstakling var besta meðferðarúrræðið að fá ígrætt nýra því blóðskilun er ekki góður kostur þegar horft er til lengri tíma, bæði vegna þess að það veitir ekki næg lífsgæði og einnig er erfitt að stunda vinnu með blóðskilun en hún er tímafrek og erfið meðferð. Þegar þar var komið sögu var líkamlegt ástand Kára orðið lélegt. Hann hafði ekki stundað hreyfingu fyrir utan að vera í fótbolta með vinum sínum sér til gamans áður en hann fór í blóðskilunina. Kári segir að hlaupin og lyftingarnar hafi gert sér gott, ekki einungis líkamlegri heilsu, honum finnst hlaupin vera sitt „geðlyf“ og leggur áherslu á mikilvægi félagslega þáttarins við hreyfingu.

Sykursýki er sjúkdómur sem sefur aldrei

Kári stundaði handbolta, fótbolta og körfu sem barn en hætti þegar hann  var kominn í gagnfræðaskóla. „Ég hélt í …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár