Íslensku bankarnir fjórir, sem veita almenningi bankaþjónustu í einhverri mynd, græddu samtals 96 milljarða króna á síðasta ári. Það er 8,5 milljörðum meira en þeir græddu árið áður. Bankarnir hafa einu sinni áður frá hruni grætt jafnmikið.
Mestur hagnaður var af rekstri Landsbankans, sem einn og sér skilaði 37,5 milljarða króna hagnaði. Það er mesti hagnaður bankans frá hruni. Bankinn er að nær öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og stendur til að greiða helming hagnaðarins í ríkissjóð í formi arðs. Íslandsbanki, sem er líka að stórum hluta í eigu íslenska ríkisins, hagnaðist um 24,2 milljarða króna. Stjórn bankans vill greiða hluthöfum 12,1 milljarð í arð, í samræmi við stefnu bankans um að greiða út helming hagnaðar í lok árs. Íslenska ríkið enn á rúmlega 40 prósenta hlut í bankanum.
Arion banki skilaði 26 milljarða króna hagnaði, sem er besta niðurstaða bankans síðan 2021. Það munar þó ekki nema 375 …
Athugasemdir (2)