Svona græddu allir bankarnir milljarða
Peningastraumur Íslensku bankarnir gerðu það gott á nýliðnu ári og munu milljarðatugir streyma frá þeim og til eigenda vegna árangursins. Mest fer til ríkisins og lífeyrissjóðanna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svona græddu allir bankarnir milljarða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Íslensku bankarnir fjórir, sem veita almenningi bankaþjónustu í einhverri mynd, græddu samtals 96 milljarða króna á síðasta ári. Það er 8,5 milljörðum meira en þeir græddu árið áður. Bankarnir hafa einu sinni áður frá hruni grætt jafnmikið.

Mestur hagnaður var af rekstri Landsbankans, sem einn og sér skilaði 37,5 milljarða króna hagnaði. Það er mesti hagnaður bankans frá hruni. Bankinn er að nær öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og stendur til að greiða helming hagnaðarins í ríkissjóð í formi arðs. Íslandsbanki, sem er líka að stórum hluta í eigu íslenska ríkisins, hagnaðist um 24,2 milljarða króna. Stjórn bankans vill greiða hluthöfum 12,1 milljarð í arð, í samræmi við stefnu bankans um að greiða út helming hagnaðar í lok árs. Íslenska ríkið enn á rúmlega 40 prósenta hlut í bankanum.

Arion banki skilaði 26 milljarða króna hagnaði, sem er besta niðurstaða bankans síðan 2021. Það munar þó ekki nema 375 …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Bankarnir þrír sem voru reistir á grunni hinna föllnu banka hafa ekki hagnast samanlagt um tæplega 990 milljarða króna frá hruni heldur meira. Samkvæmt birtum ársreikningum þeirra um 1.007,5 milljarðar króna. Hlutfallslega munar ekki miklu þar á en rétt skal það þó vera.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það þarf auðvitað að fjármagna bruðlið oraðsiuna og gjafagerningana til erlendu eigenda Íslands.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu