Verður umvafinn dyggum þjónum

Val Trumps á ráð­herr­um og stjórn­end­um lyk­il­stofn­ana banda­ríska rík­is­ins hef­ur ver­ið sagt til marks um það að hann vilji fólk sem sýni hon­um holl­ustu. Sú sem Trump vill að leiði dóms­mála­ráðu­neyt­ið reyndi að hjálpa hon­um að snúa við kosn­inga­úr­slit­un­um ár­ið 2020.

Verður umvafinn dyggum þjónum
Trump Donald Trump mætir til leiks árið 2025 með skýrari hugmynd um hvað felst í störfum forseta en árið 2017 og sterkara lið í kringum sig. Mynd: AFP

Ein birtingarmynd þess hvernig hömlurnar gætu orðið minni á öðru kjörtímabili Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna felst í því hvernig hann hefur valið ráðherralið sitt og stjórnendur ýmissa lykilstofnana sem ýmist hafa eða bíða þess að fá samþykki frá þinginu.

Þar eru færri „hefðbundnir“ Repúblikanar með reynslu úr stjórnmálum eða stjórnun ríkisstofnana en tóku sæti í fyrri ríkisstjórn hans og gagnrýnendur segja að í mörgum tilfellum hafi kröfur um hæfni verið látnar víkja fyrir fylgispekt við forsetann. Sérstaklega á þetta við í veigamiklum embættum sem snerta varnarmál, öryggismál, lögreglumál og dómsmál. 

Ef vilji Trumps nær fram að ganga í þinginu verður alríkislögreglan FBI sett í hendurnar á lögfræðingi sem heitir Kash Patel. Hann hefur gagnrýnt stofnunina sem Trump vill nú að hann stýri harðlega. Í bók sem hann gaf út 2023 talaði hann um að hreinsa þyrfti út efstu lög FBI. Í þessari …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hvað segir þetta mannaval um virkni lýðræðis og réttinda borgaranna fram veginn?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár