Ein birtingarmynd þess hvernig hömlurnar gætu orðið minni á öðru kjörtímabili Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna felst í því hvernig hann hefur valið ráðherralið sitt og stjórnendur ýmissa lykilstofnana sem ýmist hafa eða bíða þess að fá samþykki frá þinginu.
Þar eru færri „hefðbundnir“ Repúblikanar með reynslu úr stjórnmálum eða stjórnun ríkisstofnana en tóku sæti í fyrri ríkisstjórn hans og gagnrýnendur segja að í mörgum tilfellum hafi kröfur um hæfni verið látnar víkja fyrir fylgispekt við forsetann. Sérstaklega á þetta við í veigamiklum embættum sem snerta varnarmál, öryggismál, lögreglumál og dómsmál.
Ef vilji Trumps nær fram að ganga í þinginu verður alríkislögreglan FBI sett í hendurnar á lögfræðingi sem heitir Kash Patel. Hann hefur gagnrýnt stofnunina sem Trump vill nú að hann stýri harðlega. Í bók sem hann gaf út 2023 talaði hann um að hreinsa þyrfti út efstu lög FBI. Í þessari …
Athugasemdir (1)