Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ógnir og óreiða Trumps

Hvað þýð­ir valda­taka Don­alds Trump fyr­ir Banda­rík­in, Ís­land og heim­inn? Álits­gjaf­ar sam­mæl­ast um að for­set­inn komi bet­ur und­ir­bú­inn til starfa en ár­ið 2017 og með sterk­ara net að baki sér. Sagn­fræð­ing­ur tel­ur að Trump muni reyna að þenja út valdsvið for­seta­embætt­is­ins svo hon­um verði hæg­ara um vik að reka Banda­rík­in eins og fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki.

Árið 2025 fer vel af stað fyrir þau sem fíla óreiðukennt ástand heimsmála. Á fáum dögum í embætti hefur Donald Trump, á ný orðinn forseti öflugasta herveldis heimssögunnar, slegið nýjan tón í samskiptum Bandaríkjanna við bandalagsríki sín. 

Í skugga þess að hann öskri á Mette Frederiksen að hann ætli að sölsa undir sig Grænland hittast forsætisráðherrar allra Norðurlandanna nema Íslands við kvöldverðarborð í Kaupmannahöfn og ræða á blandinavísku um það hvernig bregðast skuli við. 

Kanslari Þýskalands finnur sig knúinn til þess að minna á að landamæri skuli ekki hreyfa til með valdi og franski utanríkisráðherrann talar um það sem raunhæfan möguleika að evrópskur herafli verði fluttur til Grænlands til að verjast, ef Danir telji sig þurfa aðstoð, sem Frederiksen reyndar þvertekur fyrir. Það er ekki endilega sagt upphátt hverjum þurfi að verjast, en allir eru að hugsa það sama.

Eru undanfarnar vikur einungis upphafið, stinningskaldi á undan fullkomnu …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár