Leikarar sem og kvikmyndagerðarfólkhafa lýst yfir áhuga á aukinni þátttöku nándarþjálfa í kvikmyndagerðarferlinu og telja flestir það vera jákvæða þróun. En ekkert krefur framleiðendur til þess að ráða nándarþjálfa og er það því algjörlega undir þeim einstaklingum sem hafa völdin komið hvort þeir fallist á ráðningu þeirra.
Öryggisventill fyrst og fremst
Kristín Lea Sigríðardóttir, eini nándarþjálfi landsins, lýsir starfi sínu sem mjög mikilvægu og tvíþættu í viðtali sem birtist á RÚV í sumar. „Þetta er í rauninni öryggisventill fyrir leikara, fyrst og fremst. En ekki síður fyrir leikstjóra, framleiðendur og í rauninni bara alla sem koma
að verkefninu.“ Nándarþjálfi, rétt eins og áhættuatriðaleikstjóri, passar upp á að leikarar og þau sem eru fyrir aftan kvikmyndatökuvélina séu meðvituð um tilætlanir hvert annars og tilgang þegar kemur að atriðum sem snúa að kynlífi, nekt, kynferðislegu ofbeldi eða öðru sem
berskjaldar einstaklinga og gæti valdið óþægindum. Tilgangurinn er að gengið sé ekki yfir …
Athugasemdir