Ár Katrínar

Katrín Jak­obs­dótt­ir gerði margt á þessu ári. Hún hóf ár­ið sem for­sæt­is­ráð­herra og formað­ur stjórn­mála­flokks, bauð sig svo fram til for­seta en tap­aði þrátt fyr­ir að fá fjórð­ungs­fylgi. Hún horfði svo upp á flokk­inn sem hún hafði leitt í rúm­an ára­tug þurrk­ast út af þingi. Hér er ár Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur í mynd­um.

Í upphafi ársins 2024 var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna og einnig sá ráðherra sem flestir sögðust bera traust til af ráðherrum ríkisstjórnar hennar, sem þó var orðin nokkuð óvinsæl og innbyrðis ósammála um mörg mál.

Nú í lok árs er Katrín hins vegar hætt afskiptum af stjórnmálum og búin að setja forsætisráðherratíð sína, hrun Vinstri grænna og tilraun til þess að verða forseti Íslands í sumar í baksýnisspegillinn, miðað við þau orð sem hún lét falla í tveimur viðtölum við ljósvakamiðla landsins sama daginn um miðjan desember. 

Nú er hún orðin fulltrúi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle og mun einnig verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál sem til stendur að koma á fót hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Til viðbótar við þetta var hún kjörin í háskólaráð Háskóla Íslands til tveggja ára í sumar. 

Golli, ljósmyndari Heimildarinnar, náði ýmsum eftirminnilegum myndum af Katrínu, í hlutverki stjórnmálamanns og forsetaframbjóðanda, …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi.

    Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi:

    * Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi.
    * Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar.
    * Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins.
    * Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið.
    * Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn.
    * Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11.
    * Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi.

    Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi.

    Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi.

    Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir.

    Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild.

    Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja.

    En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis.
    0
  • PK
    Páll Kristinsson skrifaði
    Ég held að Sagan eigi eftir að mæra þessa hæfu og góðu manneskju.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Farið hefur fé betra.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Óskaplega er Heimildin hrifin af Katrínu, þið getið bara ekki hætt að skrifa um hana!
    0
    • Hulda Ólafsdóttir skrifaði
      Þá er ég líklega ekki að lesa sama blað og þú, eða hef misst af einhverju!
      3
    • Jón M Ívarsson skrifaði
      Það er nú ekkert skrítið að skrifað sé um konu sem var forsætisráðherra í sjö ár.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Atlagan að kjörum og réttindum launafólks 2024
Halla Gunnarsdóttir
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.
Hjóm og hávaði ársins 2024
Jón Kristinn Einarsson
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár