Jólabókaflóð er eldgömul hefð en blaktir nú í breytingum, bæði umhverfið og neysluvenjur kaupenda hafa breyst. Upplifið þið að jólabókaflóðið sé meiri barningur en áður eða hvernig blasir það við ykkur núna?
Sindri: „Ég er búinn að vera að í rúmlega þrjátíu ár. Átti þrjátíu ára afmæli fyrir tveimur árum síðan. Ég held að það sem gerst hafi síðustu árin sé að titlum hefur fjölgað – sem tengist þessum styrkjum hins opinbera til útgefenda. Það er rótin að þessu. Því nú getur útgefandi gefið út bækur án þess að bera mjög skarðan hlut frá borði.
Það sem hefur gerst síðustu árin er að fyrir kannski tuttugu árum síðan voru titlar að seljast í 15 til 20.000 eintökum, þeir sem mest seldust. En nú er leitun að titli sem fer yfir 3000. Fimm titlar, heyrði ég, í fyrra, fóru yfir 3000 eintök.“
Hildur: „Ég held líka að bóksala …
Athugasemdir (1)