Við erum ekkert „trailer trash“
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Við erum ekkert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Við fluttum hingað bara í sumar en ég bjó í Laugardalnum, með hinum íbúunum hér, í tvö og hálft ár. Þá vorum við bara með húsbílinn,“ segir Lilja Karen  Norðquist Jónsdóttir og bendir á húsbílinn við hliðina á hjólhýsinu sem við sitjum í, á planinu við Sævarhöfða, þangað sem hjólhýsabyggðin flutti frá Laugardalnum sumarið 2023. Hjólhýsið er vel útbúið; nýtt og innflutt frá Þýskalandi.

„Hjólhýsi, já. Þetta svæði, nei.
Friðmey

Lilja er trúlofuð Friðmey Helgu Ellerts og búa þær bæði í hjólhýsinu og húsbílnum. Þeim finnst hjólhýsalífið gott en eru þó ósáttar við að byggðinni hafi verið gert að flytja á Sævarhöfðann, eða eins og Friðmey orðar þetta: „Hjólhýsi, já. Þetta svæði, nei.“

Rætt er við Lilju Karen, Friðmeyju Helgu og fleiri íbúa hjólhýsabyggðarinnar í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar.

Íbúðin ekki íbúðarhæf

Þær bjuggu í Laugardalnum í hálft þriðja ár, eða …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhanna Gunnarsdóttir skrifaði
    Ég gæti vel hugsað mér svona líf, svo ég skil þær mjög vel. En ég er sammála því að umhverfið er ekki í lagi og ætti klárlega að vera hægt að búa betur utan um svona byggð. Ég sé fyrir mér innan um tré og gróður, svona sælureitur í byggð. Frábært að lesa, innilegar hamingjuóskir með stelpuna og gangi ykkur vel ♥️
    6
  • Hulda Guðjónsdóttir skrifaði
    Ég var að velta fyrir mér hvort þær eigi enn íbúðina sem faðir Lilju seldi þeim. Ef það er svo, þá er spurning hvort ekki sé hægt að hjálpa þeim að gera hana íbúðarhæfa?
    0
    • Lilja Karen Jónsdóttir skrifaði
      Kemur eingum við.. Þetta búsetuform vil ég búa í..
      4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er til skammar fyrir Reykjavíkurborg að bjóða fólkinu ekki sómasamlega aðstöðu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár