Við fluttum hingað bara í sumar en ég bjó í Laugardalnum, með hinum íbúunum hér, í tvö og hálft ár. Þá vorum við bara með húsbílinn,“ segir Lilja Karen Norðquist Jónsdóttir og bendir á húsbílinn við hliðina á hjólhýsinu sem við sitjum í, á planinu við Sævarhöfða, þangað sem hjólhýsabyggðin flutti frá Laugardalnum sumarið 2023. Hjólhýsið er vel útbúið; nýtt og innflutt frá Þýskalandi.
„Hjólhýsi, já. Þetta svæði, nei.
Lilja er trúlofuð Friðmey Helgu Ellerts og búa þær bæði í hjólhýsinu og húsbílnum. Þeim finnst hjólhýsalífið gott en eru þó ósáttar við að byggðinni hafi verið gert að flytja á Sævarhöfðann, eða eins og Friðmey orðar þetta: „Hjólhýsi, já. Þetta svæði, nei.“
Rætt er við Lilju Karen, Friðmeyju Helgu og fleiri íbúa hjólhýsabyggðarinnar í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar.
Íbúðin ekki íbúðarhæf
Þær bjuggu í Laugardalnum í hálft þriðja ár, eða …
Athugasemdir (4)