Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

For­menn Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar og Flokks fólks­ins fund­uðu stíft í all­an dag. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að sú vinna sem far­in verði í stuðli að áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verð­bólgu. Á morg­un fá þær til sín full­trúa úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yf­ir rík­is­fjár­mál­in. Heilt yf­ir í við­ræð­um formann­anna þriggja séu sam­eig­in­leg­ir þræð­ir fleiri en ágrein­ings­mál­in.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

Þéttum fundardegi lauk síðdegis hjá formönnum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland funduðu á stað sem ekki var gefinn upp, en fundurinn stóð, með stuttum hléum inn á milli, frá hálf níu í morgun og til um klukkan fjögur. 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn,“ segir Kristrún í samtali við Heimildina. 

Eftir stuttan fund þeirra í þinghúsinu í gær kom fram að þær væru allar sammála um að fækka ráðuneytum. „Það skiptir máli að senda skýr skilaboð um að það þarf að taka víða til og það er full ástæða til þess að passa upp á þetta lag stjórnsýslunnar. Við viljum auðvitað gera það með þeim hætti að það bitni ekki á grunnþjónustu,“ segir hún.

Í dag hafi þær fyrst og fremst tekið fyrir stóru línurnar og unnið eftir málefnalegum flötum. „Það þarf að vinna þetta nánar eftir því sem dagarnir líða og þá getum við fengið fleiri aðila til að koma að þeirri vinnu. Við erum að byrja á stórum málaflokkum eins og heilbrigðismálum og húsnæðismálum, við ræddum til að mynda stöðu eldra fólks og atvinnuppbyggingu og fleira. Við erum að feta okkur gegnum þessar stóru línur og þetta hefur bara gengið mjög vel,“ sgeir Kristrún.

Hefur eitthvað komið upp í viðræðunum sem blasir við að sé sérstakur ágreiningur um? 

„Við fórum þá leið að byrja út frá sameiginlegum flötum og nálgast þessar viðræður með þeim hætti vegna þess að við vitum að það er auðvitað sem skiptir mestu máli, að finna rauðan þráð og sameiginlega taug. En það eru ekki mörg ágreiningsmál sem hafa komið upp, og miklu fleira af sameiginlegum þráðum sem við höfum fundið í þessum viðræðum. Þannig að við erum fyrst og fremst núna að einbeita okkur að því að koma okkur saman um þá málaflokka,“ segir hún. 

Næstu daga stefni þær á að funda þétt og ætla að hittast aftur í fyrramálið í þinghúsinu. Þar munu þær hitta fulltrúa úr stjórnsýslunni, meðal annars fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu til að fara yfir stöðuna í ríkisfjármálunum. 

„Við erum allar mjög meðvitaðar um að allt sem verður gert núna á fyrstu mánuðum, og auðvitað náttúrlega út kjörtímabilið, þarf að stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu þannig að við viljum fara inn í alla málaflokkana með þennan ramma alveg á hreinu,“ segir Kristrún.

Nú eruð þið auðvitað bara á fyrstu metrum viðræðna en geturðu sagt til um hvort þú teljir raunhæft að þið náið að ljúka þessu þannig að þið náið að mynda ríkisstjórn? 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel og auðvitað fer maður ekki út í svona viðræður nema maður ætli sér að klára þær. En við þurfum auðvitað bara að gefa þessu nokkra daga til þess að átta okkur á stöðunni. Við erum allavegana bara frekar bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hún.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár