Bára Hlín Vignisdóttir er ættuð frá Grindavík, bænum sem jarðhræringar og logar úr neðra léku grátt. Sjálf hélt hún 22 ára gömul til Danmerkur til að nema útstillingarhönnun og hefur unnið við ýmis verslunarstörf síðan. Hún er þriggja barna móðir og hefur undanfarin 17 ár búið í Hafnarfirði, þar sem hraun er víða að finna.
Fyrir tveimur árum ákváðu hún og eignmaður hennar, Egill Fannar Kristjánsson matreiðslumeistari, að stækka við sig til að yngsta barnið fengi sérherbergi. Þau bjuggu þá í blokkaríbúð í öðru hverfi í bænum en hún vildi fara aftur í sama hverfi og hún hafði búið með fyrrverandi sambýlismanni sínum, þar sem eldri börnin bjuggu um árabil. „Mér finnst þetta hverfi vera þar sem ég á heima. Eldri börnin mín voru í leikskóla í hverfinu,“ en þau eru núna 17 og 15 ára. Yngsta barnið er sex ára.
Athugasemdir