Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
Arininn heillaði Báru þegar hjónin skoðuðu húsið. Hann er klæddur Drápuhlíðargrjóti. Mynd: Golli

Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.

Bára Hlín Vignisdóttir er ættuð frá Grindavík, bænum sem jarðhræringar og logar úr neðra léku grátt. Sjálf hélt hún 22 ára gömul til Danmerkur til að nema útstillingarhönnun og hefur unnið við ýmis verslunarstörf síðan. Hún er þriggja barna móðir og hefur undanfarin 17 ár búið í Hafnarfirði, þar sem hraun er víða að finna. 

Fyrir tveimur árum ákváðu hún og eignmaður hennar, Egill Fannar Kristjánsson matreiðslumeistari, að stækka við sig til að yngsta barnið fengi sérherbergi. Þau bjuggu þá í blokkaríbúð í öðru hverfi í bænum en hún vildi fara aftur í sama hverfi og hún hafði búið með fyrrverandi sambýlismanni sínum, þar sem eldri börnin bjuggu um árabil. „Mér finnst þetta hverfi vera þar sem ég á heima. Eldri börnin mín voru í leikskóla í hverfinu,“ en þau eru núna 17 og 15 ára. Yngsta barnið er sex ára. 

Horft út í garðinn úr borðstofunni
Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár